Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 29. mars 2021 18:43
Victor Pálsson
Minnir fólk á að hann sé betri á boltanum en Neymar og Mbappe
Mynd: Getty Images
Jeremy Doku, undrabarn Rennes, segist vera sá besti á boltanum í Frakklandi þar sem stjörnur á borð við Kylian Mbappe og Neymar spila.

Neymar og Mbappe eru á mála hjá stórliði Paris Saint-Germain en samkvæmt tölfræðinni eru þeir ekki jafn góðir með boltann og hinn 18 ára gamli Doku.

Doku er á óskalista margra stórliða í Evrópu og er hann einnig með ráð fyrir yngri krakka sem eru að móta sinn leik á vellinum.

„Þegar ég var lítill þá var oft sagt að ég væri að rekja boltann of mikið. Þau sögðu mér að hætta en ég hélt áfram," sagði Doku.

„Þetta er eitt sem ég get sagt við unga krakka: haldið áfram að gera þetta þó að það gangi ekki alltaf upp strax. Ekki fela ykkur. Þetta snýst mikið um sjálfstraust."

„Þegar ég er með boltann þá veit ég að í 50 prósent tilfella fer ég framhjá andstæðingnum. Ég sá tölfræðina nýlega og ég er sá besti á boltanum í Ligue. Það er ekki slæmt í deild með Kylian Mbappe og Neymar, ha?"
Athugasemdir
banner
banner
banner