Barcelona varð Evrópumeistari unglingaliða í gær eftir öruggan 4-1 sigur gegn tyrkneska liðinu Trabzonspor.
Hinn 18 ára gamli Ibrahim Diarra fór fyrir Barcelona í leiknum en hann skoraði tvennu og lagði upp eitt.
Þetta er þriðji Evrópumeistaratitill unglingaliðs Barcelona en keppnin hefur verið haldin frá 2013.
Þess má geta að Juliano Belletti, fyrrum bakvörður Barcelona, Chelsea og brasilíska landsliðsins, er þjálfari liðsins.
Barcelona liðin hafa staðið sig ótrúlega vel á þessu tímabili en karla liðið er á toppnum í deildinni, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og vann bikarinn. Kvennaliðið er á toppnum í deildinni, í úrslitum bikarsins og í Meistaradeildinni. Þá vann unglingaliðið þrennuna.
Barcelona could win a treble of trebles this season:
— B/R Football (@brfootball) April 28, 2025
Barça U19 men:
???? U19 Spanish League
???? Copa del Rey Juvenil
???? UEFA Youth League
Barça women:
? Top of Liga F by a point with a game in hand
? In Copa de la Reina final
? In UWCL final
Barça men:
? Top of La Liga by… pic.twitter.com/mvV2qezYxi
Athugasemdir