Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona Evrópumeistari unglingaliða í þriðja sinn
Mynd: EPA
Barcelona varð Evrópumeistari unglingaliða í gær eftir öruggan 4-1 sigur gegn tyrkneska liðinu Trabzonspor.

Hinn 18 ára gamli Ibrahim Diarra fór fyrir Barcelona í leiknum en hann skoraði tvennu og lagði upp eitt.

Þetta er þriðji Evrópumeistaratitill unglingaliðs Barcelona en keppnin hefur verið haldin frá 2013.

Þess má geta að Juliano Belletti, fyrrum bakvörður Barcelona, Chelsea og brasilíska landsliðsins, er þjálfari liðsins.

Barcelona liðin hafa staðið sig ótrúlega vel á þessu tímabili en karla liðið er á toppnum í deildinni, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og vann bikarinn. Kvennaliðið er á toppnum í deildinni, í úrslitum bikarsins og í Meistaradeildinni. Þá vann unglingaliðið þrennuna.


Athugasemdir
banner
banner