Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 12:01
Mate Dalmay
Leiknir sækir annan serbneskan miðvörð (Staðfest)
Lengjudeildin
Leiknismenn hafa fengið til sín annan serbneskan miðvörð.
Leiknismenn hafa fengið til sín annan serbneskan miðvörð.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir í Breiðholti hefur verið að styrkja hóp sinn fyrir Lengjudeildina sem fer af stað á föstudaginn. Í dag kemur til landsins serbneskur miðvörður, Djorde Vladisavljevic, sem fengið hefur keppnisleyfi með Breiðhyltingum.

Honum er ætlað að fylla skarð Andi Hoti sem seldur var til Vals fyrir nokkrum vikum.

Vladisavljevic er 22 ára hávaxinn örvfættur miðvörður og hefur að mestu spilað í serbnesku B-deildinni. Hann fór fyrir nokkrum árum til reynslu hjá Real Sociedad á Spáni.

Fyrir hjá Leikni er annar serbneskur miðvörður, hinn reynslumikli Dusan Brkovic sem kom frá FH í fyrra.

Undanfarna daga hefur Leiknir fengið miðjumanninn Óskar Jónsson og markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson frá Fram og sóknarleikmanninn unga Jóhann Kanfory Tjörvason frá Víkingi. Þá er Hólmar Kári Tryggvason kominn frá CF Orihuela en hann var í yngri flokkum ÍR áður en hann hélt út með foreldrum sínum til Spánar árið 2017.

Leiknir hefur hinsvegar lánað varnarmanninn Marko Zivkovic sem er kominn í 2. deildarliðið Kormák/Hvöt.

Leikni er spáð níunda sæti Lengjudeildarinnar en liðið heimsækir Þrótt í fyrstu umferð deildarinnar á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner