Hinn nítján ára gamli Desire Doue hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæra frammistöðu sína með Paris Saint-Germain og hann verður í eldlínunni í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld.
„Enginn sá Desire Doue ná strax þessum hæðum sem hann hefur náð hjá PSG eftir að félagið keypti hann frá Rennes fyrir 43 milljónir punda síðasta sumar," segir Alex Brotherton, fréttamaður BBC.
„Hann hefur sýnt gæði sín vel í Meistaradeildinni á þessu tímabili, var algjörlega frábær í í 4-2 sigrinum gegn Manchester City í janúar, skoraði úr vítinu sem réði úrslitum í vítakeppninni gegn Liverpool í mars og skoraði frábært jöfnunarmark gegn Aston Villa, í leik þar sem hann bjó sífellt til vandræði fyrir enska liðið."
„Með þrettán mörk og þrettán stoðsendingar í öllum keppnum á þessu tímabili er Doue á leiðinni að verða einn besti sóknarmaður jarðarinnar. Varið ykkur á honum Arsenal."
„Enginn sá Desire Doue ná strax þessum hæðum sem hann hefur náð hjá PSG eftir að félagið keypti hann frá Rennes fyrir 43 milljónir punda síðasta sumar," segir Alex Brotherton, fréttamaður BBC.
„Hann hefur sýnt gæði sín vel í Meistaradeildinni á þessu tímabili, var algjörlega frábær í í 4-2 sigrinum gegn Manchester City í janúar, skoraði úr vítinu sem réði úrslitum í vítakeppninni gegn Liverpool í mars og skoraði frábært jöfnunarmark gegn Aston Villa, í leik þar sem hann bjó sífellt til vandræði fyrir enska liðið."
„Með þrettán mörk og þrettán stoðsendingar í öllum keppnum á þessu tímabili er Doue á leiðinni að verða einn besti sóknarmaður jarðarinnar. Varið ykkur á honum Arsenal."
Gerir markverði bjargarlausa
Eitt stærsta nafnið í PSG liðinu er Khvicha Kvaratskhelia sem skaust til frægðar og frama í sögulegum sigri Napoli í ítölsku A-deildinni 2022-23 en í janúar ákvað hann að taka næsta skref og gekk í raðir franska stórliðsins.
„Georgíumaðurinn hefur komið inn með kraft, getur rekið boltann vel og er með mikinn sköpunarmátt. Krafturinn í hægri fæti hans hefur gert marga markverði bjargarlausa. Hann er enn bara 24 ára og virðist ætla að bæta sig enn frekar í París," segir Brotherton.
Leikur Arsenal og PSG hefst klukkan 19 í kvöld.
Athugasemdir