Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 29. maí 2023 18:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Gagnrýnin hefur kannski átt rétt á sér
Tiago og Fred í uppáhaldi
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hún er bara mjög ljúf. Að skora fjögur mörk, ekki oft sem að við erum búnir að gera það - eða bara skora mörk yfir höfuð. Þannig að það var bara ljúft að skora fjögur mörk og vinna leikinn sérstaklega,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson þegar hann var spurður út í tilfinninguna sem að fylgdi 4-2 sigri á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Var ekki notalegt að geta aðeins svarað neikvæðu umtali eftir dræmt gengi í undanförnum leikjum?

„Jú. Þessi gagnrýni hefur kannski alveg átt rétt á sér. Við höfum ekki verið að spila nógu vel, eða allavega ekki náð í úrslitin sem við ætluðum okkur fyrir mót. En bara geggjað að fá sigur og vonandi komum við okkur á rétta braut.''

Leikurinn var býsna opinn, enda sex mörk skoruð og var kannski full opinn, að mati Hallgríms.

„Mér fannst við full opnir! Það er kannski af því að við vorum meira að hugsa eitthvað fram á við og að reyna að skapa eitthvað meira. En þeir eru náttúrulega líka bara með geggjað lið. Tveir uppáhalds leikmennirnir mínir í deildinni - Tiago og Fred, þannig að auðvitað ná þeir alltaf að skapa eitthvað. Þeir eru búnir að skapa á móti öllum liðum, en þetta var smá fram og til baka og maður var orðinn smá þreyttur í lokin,'' sagði Hallgrímur Mar.

Hallgrímur segir að liðið sé engan veginn á þeim buxunum að ætla að hengja haus yfir vondu gengi gegn bestu liðum deildarinnar og að nóg sé eftir af mótinu. Aðspurður hvort að það eigi bara að grípa í "einn leikur í einu" klisjuna, þá var svarið einfalt: „Já, næsti leikur. Sigur bara.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner