Aurelio De Laurentiis forseti Napoli staðfesti í gær að Luicano Spalletti stjóri liðsins muni yfirgefa félagið í sumar.
Napoli vann ítölsku deildina og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en Spalletti segir að hann þurfi hvíld.
„Stundum verður aðskilnaður vegna of mikillar ástar. Ég verð ekki áfram, ég mun fara. Ekki séns að skipta um skoðun. Ég sagði félaginu fyrir nokkrum vikum að ég þyrfti árs frí. Ég mun ekki starfa hjá öðru félagi," sagði Spalletti.
Spalletti er 64 ára en hann hefur verið í þjálfun í 30 ár. Hann stýrði Napoli frá árinu 2021.
Athugasemdir