Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Valgeir Lunddal skoraði í tapi - Fredrikstad fékk skell
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken sem heimsótti Mjällby í efstu deild sænska boltans í dag.

Hacken lenti undir snemma leiks og tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks, en Valgeir minnkaði muninn skömmu síðar eftir stoðsendingu frá Edward Chilufya.

Valgeiri var skipt útaf á 65. mínútu og ekki fleiri mörk sem litu dagsins ljós. Mjallby er í fjórða sæti með 20 stig, þremur stigum fyrir ofan Häcken.

Þá fóru einnig leikir fram í norska boltanum, þar sem Hilmir Rafn Mikaelsson byrjaði í 2-1 tapi Kristiansund á útivelli gegn Brann, en Brynjólfur Darri Willumsson var ekki með vegna meiðsla.

Kristiansund er aðeins með 10 stig eftir 11 umferðir á meðan Brann er í toppbaráttunni.

Júlíus Magnússon bar að lokum fyrirliðabandið í 3-0 tapi Fredrikstad á útivelli gegn Tromsö.

Tapið er mikill skellur fyrir Fredrikstad sem hefur farið gríðarlega vel af stað á nýju tímabili í efstu deild, þar sem liðið situr í þriðja sæti með 21 stig eftir 11 umferðir.

Júlíus og félagar hefðu jafnað toppliðin á stigum með sigri í dag en þess í stað var það Tromsö sem vippaði sér upp úr fallsæti.

Mjallby 2 - 1 Hacken
1-0 J. Bergström ('6)
2-0 E. Stroud ('46)
2-1 Valgeir Lunddal Friðriksson ('48)

Brann 2 - 1 Kristiansund

Tromso 3 - 0 Fredrikstad

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner