Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Arteta vill meiri stöðugleika frá Pepe
Pepe fagnar marki.
Pepe fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur óskað eftir að fá meiri stöðugleika frá Nicolas Pepe. Pepe hefur skorað tvívegis eftir að fótboltinn byrjaði aftur að rúlla á Englandi en hann er samtals kominn með átta mörk síðan hann kom frá Lille á 72 milljónir punda síðastliðið sumar.

„Það er mjög mikilvægt að reyna að skilja leikmanninn og skilja tilfinningar hans. Hversu erfitt er að aðlagast nýju landi og tungumáli sem hann skilur ekki," sagði Arteta.

„Ég þekkti hann ekki áður fyrr en hann er mjög viljugur og hann hefur ótrúlega hæfileika. Hann þarf að passa upp á augnablik í leikjum þar sem hann dettur aðeins út. Hann getur ekki gert það. Ég mun reyna að fá hann til að breyta því."

„Hann þarf einnig að vera góður í öllum leikjum því að ef hann er upp á sitt besta þá getur hann gert gæfumuninn. Það eru hlutir sem hægt er að vinna í og bæta en hann er á leið í rétta átt. Hann er að gera marga hluti mjög vel, eins og að átta sig á því hvað við þurfum að gera þegar við erum ekki með boltann. Ég er mjög ánægður með hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner