Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Líklegt byrjunarlið Íslands - Kemur Sara inn?
Icelandair
Mun Sara Björk byrja?
Mun Sara Björk byrja?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður áhugavert að sjá hvernig Þorsteinn Halldórsson mun stilla upp í vináttulandsleiknum gegn Póllandi í dag.

Þetta er eini undirbúningsleikur liðsins fyrir EM og það verður að nýta hann vel. Gera má ráð fyrir því að Steini stilli upp sterku liði og breyti ekki mikið út af vananum.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland



Við skjótum á það þó að hann geri tvær breytingar á því byrjunarliði sem hann hefur oftast stillt upp.

Guðný Árnadóttir hefur verið meidd og er líklega ekki tilbúin í 90 mínútur strax. Hún hefur verið að leysa stöðu hægri bakvarðar, en undirritaður spáir því að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, leysi þá stöðu í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Sif Atladóttir gætu einnig komið þar inn.

Svo er það Sara Björk Gunnarsdóttir sem er komin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Það hefur verið rætt og ritað um það hvort hún eigi að byrja á EM, en hún hefur ekki spilað mikið síðustu mánuði. En hér er tilvalið tækifæri til að gefa henni leik og sjá hvernig staðan er.

Því er spáð að hún komi inn á miðjuna og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem hefur verið að leika inn á miðsvæðinu, muni fara á vinstri kantinn.

Leikurinn í dag hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu hér á síðunni.

Sjá einnig:
Útskýrir af hverju leikurinn er á svo skrítnum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner