Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn Þorri í Augnablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Augnablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í 3. deild karla. Liðið krækti í dag í Eystein Þorra Björgvinsson en hann kemur frá Haukum.

Eysteinn, eða Ey-Z eins og hann er oft kallaður, er uppalinn í Breiðabliki og kannast því ágætlega við sig í Kópavogi. Hann skipti hins vegar yfir í Fjölni á miðári sínu í 2. flokki og steig sín fyrstu skref þar í meistaraflokki árið 2019 áður en hann var lánaður í Fjarðabyggð seinni hluta tímabilsins.

Árið 2020 lék hann á láni frá Fjölni hjá Þrótti Vogum og í fyrra lék hann með Fjölni í Lengjudeildinni. Í vetur skipti hann svo yfir í Hauka og kom við sögu í þremur leikjum í 2. deild og tveimur bikjarleikjum fyrri hluta tímabilsins.

Hann er nú kominn á láni í Augnablik og er kominn með leikheimild fyrir leik liðsins gegn KFS í Fífunni á föstudag.



Ástríðan - 8. umferð - Luka rekinn eftir sigurleik, þrennur og misjafnt gengi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner