Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   mán 29. júlí 2024 21:32
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pálmi Rafn um Ástbjörn og Gyrði: Ég er hæfilega bjartsýnn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

"Jú auðvitað verð ég að vera sáttur miðað við að við erum að stela stigi á seinustu sekúndunum. Þá get ég ekki verið annað en sáttur með það," segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn KA í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Hvernig leikurinn spilaðist og miðað við færin sem við fengum hefði ég viljað sigur en að sama skapi ná þeir að setja pressu á okkur. Jafntefli var ekki óskin en úr því sem komið var þá tökum við því"

Mikill munur var á frammistöðu KR liðsins í fyrri og seinni hálfleik. Kann þjálfarinn skýringar á því?

"Nei ég kann ekki skýringar á því. Þeir eru búnir að vera heitir undanfarið á meðan við höfum verið ískaldir. Þegar menn verða svona undir koðna menn aðeins og gefa eftir. Ég er hinsvegar gríðarlega ánægður með að þeir gáfust ekki upp og uppskáru allavega eitt stig."

"Mér finnst spilamennskan hjá okkur góð. Við erum að skora mörk en við erum líka að gefa alltof mikið af mörkum. Þegar það gerist verður strögl að vinna leiki."

Mikið hefur verið rætt um að KR sé að reyna ða fá Ástbjörn Þórðarsson og Gyrði Guðbrandsson frá FH en báðir eru þeir uppaldir í KR. Það virðist liggja fyrir að KR fái þá að lágmarki eftir tímabilið en sagan segir að þeir komi jafnvel núna í glugganum. "Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég hef sagt það áður að ég myndi gjarnan vilja fá þessa tvo leikmenn til okkar og hvað þá núna í glugganum. En þeir eru bara leikmenn FH eins og er. Flottir leikmenn og frábærir karakterar."

En er fleiri frétta að vænta úr herbúðum KR í glugganum?"Ég er svolítið bara að reyna að vinna mína vinnu á grasinu og læt aðra um þessi mál."

Allt viðtalið við Pálma má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um meiðsli Stefáns Árna Geirssonar


Athugasemdir
banner