Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mán 29. júlí 2024 21:32
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pálmi Rafn um Ástbjörn og Gyrði: Ég er hæfilega bjartsýnn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

"Jú auðvitað verð ég að vera sáttur miðað við að við erum að stela stigi á seinustu sekúndunum. Þá get ég ekki verið annað en sáttur með það," segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn KA í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Hvernig leikurinn spilaðist og miðað við færin sem við fengum hefði ég viljað sigur en að sama skapi ná þeir að setja pressu á okkur. Jafntefli var ekki óskin en úr því sem komið var þá tökum við því"

Mikill munur var á frammistöðu KR liðsins í fyrri og seinni hálfleik. Kann þjálfarinn skýringar á því?

"Nei ég kann ekki skýringar á því. Þeir eru búnir að vera heitir undanfarið á meðan við höfum verið ískaldir. Þegar menn verða svona undir koðna menn aðeins og gefa eftir. Ég er hinsvegar gríðarlega ánægður með að þeir gáfust ekki upp og uppskáru allavega eitt stig."

"Mér finnst spilamennskan hjá okkur góð. Við erum að skora mörk en við erum líka að gefa alltof mikið af mörkum. Þegar það gerist verður strögl að vinna leiki."

Mikið hefur verið rætt um að KR sé að reyna ða fá Ástbjörn Þórðarsson og Gyrði Guðbrandsson frá FH en báðir eru þeir uppaldir í KR. Það virðist liggja fyrir að KR fái þá að lágmarki eftir tímabilið en sagan segir að þeir komi jafnvel núna í glugganum. "Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég hef sagt það áður að ég myndi gjarnan vilja fá þessa tvo leikmenn til okkar og hvað þá núna í glugganum. En þeir eru bara leikmenn FH eins og er. Flottir leikmenn og frábærir karakterar."

En er fleiri frétta að vænta úr herbúðum KR í glugganum?"Ég er svolítið bara að reyna að vinna mína vinnu á grasinu og læt aðra um þessi mál."

Allt viðtalið við Pálma má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um meiðsli Stefáns Árna Geirssonar


Athugasemdir
banner
banner
banner