PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   lau 29. september 2018 16:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Það er partý í Smáranum í kvöld!
Gústi ætlar í partý í kvöld
Gústi ætlar í partý í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks óskaði Völsurum innilega til hamingju með titilinn og sagði hann fyllilega verðskuldaðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Ég vil byrja á að óska Völsurum innilega til hamingju með titilinn, þeir átti hann fyllilega skilið. Við verðum að stíga nær þeim á næsta ári. Ég er gríðarlega ánægður með bæði stuðninginn í sumar og strákarnir sýndu það í dag að þeir geta alveg unnið úrslitaleiki en því miður vann Valur líka."

Fyrir mót sagði Ágúst að hann stefndi á sæti eitt, tvö eða þrjú og hann stóð við það markmið. Gústi sagði að hann væri mjög ánægður með sumarið og þakkar öllum sem komu að Breiðabliks liðinu.

„Þú getur séð það inn í klefa að markmiðaspjaldið þar segir eitt, tvö eða þrjú og við náðum að klára það í síðasta leik. Það var smá smjörþefur af titli í dag og við vissum að við þyrftum að gera okkar og við gerðum það vel. Frábært tímabil og ég þakka leikmönnum, stuðningsmönnum og öllu batteríinu hérna."

Gústi sagði að nú væri bara fögnuður í kvöld og svo myndu þeir setja sér markmið seinna fyrir næsta tímabil. Það er partý í Smáranum!

„Við fögnum núna, eins og einhver sagði þá er partý í Smáranum í kvöld og við mætum þar og höldum okkar lokahóf og svo sjáum við hvaða markmið við setjum í framhaldinu."
Athugasemdir
banner