West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
   lau 29. september 2018 16:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Það er partý í Smáranum í kvöld!
Gústi ætlar í partý í kvöld
Gústi ætlar í partý í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks óskaði Völsurum innilega til hamingju með titilinn og sagði hann fyllilega verðskuldaðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Ég vil byrja á að óska Völsurum innilega til hamingju með titilinn, þeir átti hann fyllilega skilið. Við verðum að stíga nær þeim á næsta ári. Ég er gríðarlega ánægður með bæði stuðninginn í sumar og strákarnir sýndu það í dag að þeir geta alveg unnið úrslitaleiki en því miður vann Valur líka."

Fyrir mót sagði Ágúst að hann stefndi á sæti eitt, tvö eða þrjú og hann stóð við það markmið. Gústi sagði að hann væri mjög ánægður með sumarið og þakkar öllum sem komu að Breiðabliks liðinu.

„Þú getur séð það inn í klefa að markmiðaspjaldið þar segir eitt, tvö eða þrjú og við náðum að klára það í síðasta leik. Það var smá smjörþefur af titli í dag og við vissum að við þyrftum að gera okkar og við gerðum það vel. Frábært tímabil og ég þakka leikmönnum, stuðningsmönnum og öllu batteríinu hérna."

Gústi sagði að nú væri bara fögnuður í kvöld og svo myndu þeir setja sér markmið seinna fyrir næsta tímabil. Það er partý í Smáranum!

„Við fögnum núna, eins og einhver sagði þá er partý í Smáranum í kvöld og við mætum þar og höldum okkar lokahóf og svo sjáum við hvaða markmið við setjum í framhaldinu."
Athugasemdir