Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 29. september 2018 16:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Það er partý í Smáranum í kvöld!
Gústi ætlar í partý í kvöld
Gústi ætlar í partý í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks óskaði Völsurum innilega til hamingju með titilinn og sagði hann fyllilega verðskuldaðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Ég vil byrja á að óska Völsurum innilega til hamingju með titilinn, þeir átti hann fyllilega skilið. Við verðum að stíga nær þeim á næsta ári. Ég er gríðarlega ánægður með bæði stuðninginn í sumar og strákarnir sýndu það í dag að þeir geta alveg unnið úrslitaleiki en því miður vann Valur líka."

Fyrir mót sagði Ágúst að hann stefndi á sæti eitt, tvö eða þrjú og hann stóð við það markmið. Gústi sagði að hann væri mjög ánægður með sumarið og þakkar öllum sem komu að Breiðabliks liðinu.

„Þú getur séð það inn í klefa að markmiðaspjaldið þar segir eitt, tvö eða þrjú og við náðum að klára það í síðasta leik. Það var smá smjörþefur af titli í dag og við vissum að við þyrftum að gera okkar og við gerðum það vel. Frábært tímabil og ég þakka leikmönnum, stuðningsmönnum og öllu batteríinu hérna."

Gústi sagði að nú væri bara fögnuður í kvöld og svo myndu þeir setja sér markmið seinna fyrir næsta tímabil. Það er partý í Smáranum!

„Við fögnum núna, eins og einhver sagði þá er partý í Smáranum í kvöld og við mætum þar og höldum okkar lokahóf og svo sjáum við hvaða markmið við setjum í framhaldinu."
Athugasemdir
banner
banner