Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 29. september 2018 16:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Það er partý í Smáranum í kvöld!
Gústi ætlar í partý í kvöld
Gústi ætlar í partý í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks óskaði Völsurum innilega til hamingju með titilinn og sagði hann fyllilega verðskuldaðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Ég vil byrja á að óska Völsurum innilega til hamingju með titilinn, þeir átti hann fyllilega skilið. Við verðum að stíga nær þeim á næsta ári. Ég er gríðarlega ánægður með bæði stuðninginn í sumar og strákarnir sýndu það í dag að þeir geta alveg unnið úrslitaleiki en því miður vann Valur líka."

Fyrir mót sagði Ágúst að hann stefndi á sæti eitt, tvö eða þrjú og hann stóð við það markmið. Gústi sagði að hann væri mjög ánægður með sumarið og þakkar öllum sem komu að Breiðabliks liðinu.

„Þú getur séð það inn í klefa að markmiðaspjaldið þar segir eitt, tvö eða þrjú og við náðum að klára það í síðasta leik. Það var smá smjörþefur af titli í dag og við vissum að við þyrftum að gera okkar og við gerðum það vel. Frábært tímabil og ég þakka leikmönnum, stuðningsmönnum og öllu batteríinu hérna."

Gústi sagði að nú væri bara fögnuður í kvöld og svo myndu þeir setja sér markmið seinna fyrir næsta tímabil. Það er partý í Smáranum!

„Við fögnum núna, eins og einhver sagði þá er partý í Smáranum í kvöld og við mætum þar og höldum okkar lokahóf og svo sjáum við hvaða markmið við setjum í framhaldinu."
Athugasemdir
banner