Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 29. september 2018 16:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Það er partý í Smáranum í kvöld!
Gústi ætlar í partý í kvöld
Gústi ætlar í partý í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks óskaði Völsurum innilega til hamingju með titilinn og sagði hann fyllilega verðskuldaðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Ég vil byrja á að óska Völsurum innilega til hamingju með titilinn, þeir átti hann fyllilega skilið. Við verðum að stíga nær þeim á næsta ári. Ég er gríðarlega ánægður með bæði stuðninginn í sumar og strákarnir sýndu það í dag að þeir geta alveg unnið úrslitaleiki en því miður vann Valur líka."

Fyrir mót sagði Ágúst að hann stefndi á sæti eitt, tvö eða þrjú og hann stóð við það markmið. Gústi sagði að hann væri mjög ánægður með sumarið og þakkar öllum sem komu að Breiðabliks liðinu.

„Þú getur séð það inn í klefa að markmiðaspjaldið þar segir eitt, tvö eða þrjú og við náðum að klára það í síðasta leik. Það var smá smjörþefur af titli í dag og við vissum að við þyrftum að gera okkar og við gerðum það vel. Frábært tímabil og ég þakka leikmönnum, stuðningsmönnum og öllu batteríinu hérna."

Gústi sagði að nú væri bara fögnuður í kvöld og svo myndu þeir setja sér markmið seinna fyrir næsta tímabil. Það er partý í Smáranum!

„Við fögnum núna, eins og einhver sagði þá er partý í Smáranum í kvöld og við mætum þar og höldum okkar lokahóf og svo sjáum við hvaða markmið við setjum í framhaldinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner