þri 29. september 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eden Hazard er klár í slaginn
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Eden Hazard hefur verið langt frá sínu besta frá komu sinni til Spánarmeistara Real Madrid í fyrra.

Hann átti slakt fyrsta tímabil og hefur verið að glíma við ýmis meiðsli. Hann var of þungur stóran hluta síðasta tímabils og hefur ekki verið með á upphafi nýs tímabils vegna meiðsla.

Núna er Hazard þó kominn aftur í leikmannahóp Real sem tekur á móti Real Valladolid annað kvöld klukkan 19:30.

„Hann er loksins klár í slaginn. Hann hefur ekki getað æft mikið vegna ýmissa vandamála sem ættu núna að vera að baki. Hann er algjör fagmaður og þráir að spila," sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.

„Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn minn. Ég á í miklum erfiðleikum með að velja byrjunarliðið, það er alvöru lúxusvandamál."
Athugasemdir
banner
banner