De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 29. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór illa með Ísland og „verður enn stærri á næstu árum"
watermark Klara Buhl fagnar marki gegn Íslandi.
Klara Buhl fagnar marki gegn Íslandi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Klara Buhl lék okkur Íslendinga grátt í Bochum fyrr í þessari viku. Hún skoraði tvö af fjórum mörkum Þýskalands í 4-0 sigri gegn Íslandi í Þjóðadeildinni.

Buhl er 22 ára gömul en hún er gríðarlega spennandi leikmaður og er með virkilega góð skot.

„Ég þekki þennan leikmann vel og hún er með rosalega góð skot," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir leikinn. Karólína hefur verið samherji Buhl hjá Bayern München.

„Það er erfitt að verjast þeim. Hún getur sparkað með bæði hægri og vinstri, og því er svolítið erfitt að verjast henni. Hún átti frábæran leik."

„Hún er frábær leikmaður og hún verður enn stærri á næstu árum."

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, tjáði sig einnig um Buhl eftir leikinn. „Klara sýnir gríðarleg einstaklingsgæði í mörkunum sem hún skorar. Hún er frábær leikmaður þegar hún á svona leiki eins og hún átti í dag.
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner