De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 29. september 2023 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það sé ljóst að Jói Berg verði ekki með landsliðinu
Icelandair
watermark Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli þegar Burnley tapaði 0-1 gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sem er vinur Jóhanns Bergs, sagði frá því í hlaðvarpinu Dr Football í gær að það væru svo gott sem engar líkur á því að leikmaðurinn öflugi verði með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.

„Hann verður bara ekki með," sagði Hrafnkell.

Hörður Björgvin Magnússon missir líka af verkefninu vegna meiðsla og þá er spurning hvort Aron Einar Gunnarsson verði með. Arnór Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason gætu snúið aftur.

Möguleiki er á því að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í hópinn fyrir þessa leiki en hann er byrjaður að spila fótbolta aftur eftir langa fjarveru.

Ef Ísland ætlar að möguleika á öðru sætinu í riðlinu þá þarf liðið að vinna báða þessa leiki sem eru framundan á Laugardalsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner