Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   sun 29. september 2024 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum á að skora eftir 30 sekúndur og svo fannst mér Fylkis liðið mjög flott. Þeir pressuðu vel, voru aggresívir og við áttum í smá erfiðleikum með að spila úr pressuni þeirra." Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir að liðið hans vann Fylki 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„Mér finnst magnað hvað þeir eru að spila vel, og hvað það er mikil sameining og mikið hjarta í þeirra liði. Því að staða þeirra er erfið, en þeir eiga svo sannarlega möguleika á að bjarga sér ef þeir spila svona áfram. Mér fannst fyrri hálfleikurinn, ekki nógu góður hjá okkur, við ræddum svo um það í hálfleik. Ef við viljum hafa gaman þá verðum við að gera betur í seinni hálfleik. Ef það á að vera gaman að keyra heim, eins og við þekkjum vel þá þurfum við að vinna leikinn. Eftir að við komumst í 2-1, og 3-1 þá fannst mér þetta aldrei spurning. Seinni hálfleikurinn er bara flottur hjá okkur, við náum að gera skiptingar, tveir ungir strákar. Dagbjartur er að spila sinn fyrsta leik í dag, þannig það er margt jákvætt svona eftir leikinn."

KA gerði það vel í fyrra að ná í góð úrslit í neðri helmingnum þrátt fyrir að vera í sömu stöðu og þeir eru núna þar sem þeir hafa ekki mikið að spila fyrir. Hallgrímur segir að markmiðið er að gera það sama í ár.

„Við ætlum okkur að ná í hinn margfræga Forsetabikar, eða það er að segja ekki skila honum, við erum með hann. Þessi vika, er þannig að við vinnum 2 leiki og missum einn niður í jafntefli á 90. mínútu, þetta er mjög óvenjuleg vika. Við erum með tvo útileiki, annar þeirra stærsta leik Íslands sem við vinnum. Menn fóru ekki beint heim í rúmið og drukku vatn, heldur var gott partý. Þannig ég er mjög ánægður með þessa viku, að vinna tvo og gera eitt jafntefli. Það er bara þannig með fótbolta að þú verður að vera mjög grimmur og vilja þetta. Maður sá í dag að annað liðið var að berjast fyrir lífi sínu, á meðan við kannski vorum smá þreyttir og ekki jafn mikið að keppa fyrir. Þess vegna er bara mjög sterkt að ná að koma í seinni hálfleikinn og gera vel. Við setjum inn á Grímsa (Hallgrím Mar) sem stóð sig frábærlega. Hann skorar úr víti og ekkert smá falleg sending á Viðar þegar við skorum. Þannig við erum að fá mjög vel inn af bekknum , og ég er bara mjög ánægður með þessa viku. Því að það er erfitt að vinna svona stóran leik og eiga tvo leiki í viðbót í vikunni og gera vel. Þannig við erum bara ánægðir með þessa viku."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir