Valur fékk Víking í heimsókn á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 3-2 sigri Víkinga sem skoruðu sigurmark leiksins á 93. mínútu.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
„Mjög svekkjandi og ósanngjarnt að mínu mati. Við áttum ekki skilið að tapa leiknum í dag eftir að skilja allt eftir á vellinum. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka gegn liði eins og Víking."
„Það hefur blásið gegn okkur síðan ég kom. Við erum að fara í gegnum mikið mótlæti. Það blés enn meira í kvöld."
Valur er í baráttu um Evrópusæti
„Við ætlum aldrei að hætta. Við sleikjum sárin á morgun, síðan höldum við áfram. Við höfum viku til að undirbúa næsta leik sem er gegn Breiðablik. Við ætlum að berjast til enda til að tryggja Evrópusæti."
Gylfi Þór var utan hóps í dag vegna meiðsla
„Hann átti að byrja leikinn og hefur æft án meiðsla. En hann vaknaði í morgun með einhvern sting í bakinu og var því miður ekki klár til að hjálpa liðinu í kvöld".
Viðtalið við Srdjan Tufegdzic „Túfa" má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Athugasemdir