Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Bless fótbolti"
Vinicius fékk ekki Ballon d'Or verðlaunin í gær.
Vinicius fékk ekki Ballon d'Or verðlaunin í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur í raun ótrúleg umræða myndast eftir að Ballon d'Or verðlaunin voru afhent í gær.

Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins, var valinn besti leikmaður í heimi þetta árið en Vinicius Junior endaði í öðru sæti.

Vinicius og Real Madrid, félag hans, ákváðu að sleppa því að mæta á hátíðina eftir að það varð ljóst að Rodri myndi vinna verðlaunin. Vinicius er sagður brjálaður yfir niðurstöðunni.

Það hafa margir sýnt Vinicius stuðning og það teygir sig langt. Mario Lemina, miðjumaður Wolves á Englandi, er einn þeirra sem lýsir yfir stuðningi við Vinicius. Hann segir einfaldlega að fótboltinn sé búinn að vera.

„Rodri er besti miðjumaður í heimi en Vinicius er besti fótboltamaður í heimi. Það er enginn vafi á því," segir Lemina og bætir svo við:

„Bless fótbolti."

Aðrir leikmenn hafa sýnt Vinicius stuðning en þessi verðlaunahátíð hefur snúist út í algjört rugl og barnaskap.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner