Alejandro Balde, leikmaður Barcelona, væri líka til í að spila fyrir Manchester United á sínum ferli.
Balde er 19 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Barcelona undanfarin tvö tímabil.
Balde er 19 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Barcelona undanfarin tvö tímabil.
Hann er núna með spænska landsliðshópnum á heimsmeistaramótinu í Katar og er búinn að koma við sögu í báðum leikjum liðsins á mótinu til þessa.
Önnur félög eru áhugasöm um Balde og þegar hann var spurður nýverið út í það hvaða félag væri í uppáhaldi hjá honum - fyrir utan Barcelona - þá sagði hann Manchester United. Það er spurning hvort hann muni spila þar í framtíðinni.
Samkvæmt fréttum frá Spáni er Balde þó í viðræðum við Börsunga um nýjan og betri samning. Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2024.
🚨 Barcelona's 19-year-old Spanish left-back Alejandro Balde has named Manchester United as the club he would like to play for other than his La Liga side.
— Transfer HQ (@Transfer__HQ) November 27, 2022
[Source: Mundo Deportivo] pic.twitter.com/9X5eNZMO2m
Athugasemdir