Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
banner
   fös 29. nóvember 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnfríður Auður á reynslu hjá HB Köge í Danmörku
Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, og Aufí.
Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, og Aufí.
Mynd: Grótta
Arnfríður Auður Arnarsdóttir, leikmaður Gróttu, er þessa dagana stödd í Danmörku þar sem hún æfir með úrvalsdeildarliði HB Köge.

Aufí hefur bæði æft með U19 ára liði og aðalliði félagsins sem endaði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Á morgun er síðasti dagur heimsóknarinnar en þá mun hún spila æfingaleik með blöndu af U19 og aðalliðsleikmönnum.

Aufí hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilkona í liði Gróttu og var hún valin efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar síðasta sumar.

Emelía Óskarsdóttir, sem er uppalin í Gróttu, er leikmaður HB Köge en hún varð fyrir því óláni að slíta krossband síðasta sumar og stendur því í ströngu þessa dagana í endurhæfingu eftir aðgerð. Emelía hefur ásamt liðsfélögum sínum tekið vel á móti Aufí en hún kveðst mjög glöð með veru sína hjá félaginu og er staðráðin að snúa tvíefld til baka næsta sumar.

Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, fylgdi Aufí til Danmerkur og fundaði með íþróttastjóra og þjálfurum HB Köge:

„Við fengum frábærar móttökur. Hér ríkir mikill metnaður fyrir kvennaknattspyrnunni og rík áhersla lögð á góða þjálfun ungra leikmanna. Bæði tæknilega og líkamlega. Aufí hefur staðið sig vel og fengið miklar áskoranir - í aðalliðinu eru öflugar atvinnukonur og því góð reynsla fyrir ungan leikmann að deila velli með slíkum toppleikmönnum," segir Magnús Örn.


Athugasemdir
banner
banner
banner