Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fari í eitt af stóru sex félögunum fyrir næsta tímabil
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: Getty Images
David Ornstein, einn áreiðanlegasti fótboltablaðamaður Bretlandseyja, segir að Liam Delap sé leikmaður til að fylgjast með á félagaskiptamarkaðnum.

Delap gekk í raðir Ipswich frá Manchester City í júlí síðastliðnum en er nú þegar undir smásjá stærstu félaga Englands.

Hinn 21 árs gamli Delap hefur hækkað í áliti eftir félagaskipti sín til Ipswich en hann hefur skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni til þessa á yfirstandandi leiktíð.

Ef Delap heldur áfram á þessari braut þá er búist við því að hann muni ganga í raðir eitt af „stóru sex" félögunum á Englandi næsta sumar.

Chelsea og Manchester United eru á meðal aðdáenda hans.

En Man City er líklega með yfirhöndina þar sem Delap er uppalinn þar og eru Englandsmeistararnir með klásúlu um að geta keypt hann aftur fyrir ákveðna upphæð.
Athugasemdir
banner
banner
banner