Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 29. nóvember 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti séns fyrir Lampard?
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var í gær ráðinn stjóri Coventry sem er í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

Lampard tekur við Coventry í sautjánda sæti Championship-deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Hann er ráðinn í stað Mark Robins sem var rekinn eftir sjö ár í starfi.

Þetta er fimmta stjórastarf Lampard sem hefur áður stýrt Derby County, Everton og svo Chelsea tvisvar. Hann hefur unnið við fjölmiðlastörf síðan hann lét af störfum sem bráðabirgðastjóri Chelsea í maí 2023.

Sky Sports telur að mögulega sé þetta síðasti séns Lampard á stóru sviði í þjálfun. Hann var frábær leikmaður en hefur ekki sýnt að hann sé frábær þjálfari, en hann er staðráðinn í að sanna það.

Hann er núna að stíga í stór fótspor hjá Coventry þar sem Robins, forveri hans í starfi, er algjör goðsögn hjá félaginu. Hann verður að ná árangri í þessu starfi.

„Eitt er víst fyrir Lampard. Ef þetta klikkar þá gæti þetta verið búið spil fyrir hann - allavega hér á landi," segir í grein Sky Sports.

„Þetta er síðasta teningakastið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner