
Það er ólíklegt að sóknarmaðurinn Cloe Lacasse verði leikmaður Arsenal áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Arsenal er að leita sér að sóknarmanni vegna meiðsla hjá lykilmönnum. Vivianne Miedema er frá vegna meiðsla og það er Beth Mead líka. Þetta eru tvær af bestu fótboltakonum í heimi og erfitt að fylla í þeirra skarð.
Arsenal, sem er eitt besta lið Englands, vildi fá Cloe frá Benfica en það mun líklega ekki takast hjá félaginu. Fréttakonan Amanda Zaza segir að búist sé við því að hún verði áfram í Portúgal.
Cloe er algjör lykilmaður í liði Benfica og félagið vill alls ekki missa hana á miðju tímabili.
Cloe, sem er 29 ára gömul, lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.
Á þeim tíma fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada.
Hún hefur spilað með Benfica í Portúgal frá því hún yfirgaf ÍBV og hefur verið að leika gríðarlega vel.
?Understand that Cloé Lacasse to Arsenal deal is VERY unlikely to happen.
— Amanda Zaza (@amandaezaza) January 30, 2023
It appears the Canadian will be staying with Benfica. pic.twitter.com/aJwSsZlQ5t
Athugasemdir