Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Grindavík fær Mo frá Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík er búið að klófesta Momola Adesanmi sem var einn af fáum björtu punktum á slæmu tímabili Fjölnis í Lengjudeildinni í fyrra.


Momola, eða Mo eins og hún er gjarnan kölluð, stóð sig bæði vel í hjarta varnarinnar hjá Fjölni og sem miðjumaður. Hún er 24 ára gömul og lék fyrir háskólalið Missouri í Bandaríkjunum, þar sem hún stundaði nám við læknistæknilega lífeðlisverkfræði, áður en hún hélt til Íslands.

„Það er ánægjuefni að Mo sé búinn að skrifa undir samning við Grindavík og muni leika með félaginu í sumar. Frammistaða hennar á síðustu leiktíð vakti athygli okkar og það er frábært fyrir okkur að fá hana til félagsins. Hún býr fyrir hraða og styrk sem mun efla okkar varnarleik,“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Mo er frá Nígeríu en ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með aðlögunarferlið eftir dvöl sína í Bandaríkjunum og Grafarvogi.


Athugasemdir
banner
banner
banner