Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR vildi fá Árna en hann verður áfram á Skaganum (Staðfest) - „Besti ungi markmaður á Íslandi"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Árni Marinó Einarsson skrifaði í dag undir nýjan samning við ÍA sem gildir út tímabilið 2025. Árni verður 21 árs í næsta mánuði og hefur spilað 23 leiki í efstu deild fyrir ÍA auk sex leikja í bikarnum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði KR áhuga á því að fá Árna Marinó í sínar raðir en hann verður áfram á Skaganum og verður aðalmarkmaður ÍA á komandi tímabili. Dino Hodzic, sem varið hefur mark Kára, verður varamarkmaður.

Hann og Árni Snær Ólafsson vörðu mark ÍA á síðasta tímabili, Árni Snær varði markið í sautján leikjum og Árni Marinó stóð vaktina í tíu leikjum.

Árni Snær samdi fyrir helgi við Stjörnuna og því var þá líklegast að Árni Marinó fengi traustið á komandi tímabili. ÍA ætlar sér aftur upp í deild þeirra bestu eftir að hafa fallið úr henni síðasta haust.

Árni Marinó er búinn að spila fyrir ÍA síðan hann var 16 ára gamall í 3. flokki en þar á undan var hann í Aftureldingu.

„Ég er gríðarlega ánægður með að Árni Marínó hafi framlengt samning sinn við ÍA enda tel ég hann vera besta unga markmanninn á Íslandi í dag” segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA þegar nýr samningur við Árna var tilkynntur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner