Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. janúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur í viðræðum við Bologna og Venezia
Hlynur Freyr á að baki fimmtán unglingalandsleiki.
Hlynur Freyr á að baki fimmtán unglingalandsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjallað var um það hér á Fótbolti.net fyrr í mánuðinum að fyrirliði U19 ára landsliðsins, Hlynur Freyr Karlsson, væri líklega á heimleið frá ítalska félaginu Bologna.

Börkur Edvardsson, formaður Vals, staðfesti við Fótbolta.net að félagið væri í viðræðum við Bologna. Hlynur er miðjumaður sem verður nítján ára í apríl.

Þá staðfesti hann einnig að Valur væri að reyna fá Kristófer Jónsson úr láni hjá Venezia. Kristófer er samningsbundinn Val en lánssamningurinn við Venezia er í gildi fram á sumar.

Kristófer er uppalinn í Haukum en skipti yfir í Val fyrir tímabilið 2021 og var í kjölfarið lánaður til Venezia á Ítalíu.

Kristófer er miðjumaður sem verður tvítugur í mars.
Athugasemdir
banner
banner