Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. janúar 2023 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Vina að skrifa undir - Reyna við Hamed Traore
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Bournemouth er svo gott sem búið að ganga frá félagsskiptum Matias Vina á lánssamningi frá Roma sem gildir út tímabilið.


Vina, 25 ára, gekk í raðir Roma sumarið 2021 frá Palmeiras en tókst ekki að finna taktinn í ítalska boltanum. Hann er samningsbundinn félaginu til 2026 og á 44 leiki að baki.

Vina er fastamaður í landsliði Úrúgvæ og fær Bournemouth kaupmöguleika með lánssamningnum, sem hljóðar uppá 15 milljónir evra.

Diego Llorente er á leiðinni til Roma frá Leeds og þá er Jose Mourinho með einum varnarmanni of mikið í hóp - sem þýðir að Vina þarf að fara.

Þá er Bournemouth að reyna að kaupa Hamed Traore, fyrrum þykjustu bróður Amad Diallo leikmanns Man Utd, frá Sassuolo.

Traore er mikilvægur hlekkur í liði Sassuolo en vill ólmur reyna fyrir sér í ensku deildinni.

Hann skoraði 7 mörk í 31 deildarleik á síðustu leiktíð en hefur verið að glíma við meiðsli á yfirstandandi tímabili. Hann er aðeins kominn með þrjár stoðsendingar í ellefu leikjum á deildartímabilinu en gæti verið spennandi kostur fyrir Bournemouth sem missti af Nicoló Zaniolo á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner