Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 30. mars 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Man City meðal félaga sem vill fá spænskan bakvörð
Manchester City er meðal félaga sem hafa áhuga á varnarmanninum Pablo Perez, 19 ára leikmanni Sevilla.

RB Leipzig hefur líka áhuga en spænska blaðið Marca segir líklegast að hann fari til Ajax.

Um er að ræða vinstri bakvörð sem hefur ekki komið við sögu hjá aðalliði Sevilla á tímabilinu. Hann kom til Sevilla síðasta sumar frá Nervión, unglingaliði í nágrenninu, og hefur verið í U19 landsliði Spánar.


Athugasemdir