Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. mars 2021 14:15
Magnús Már Einarsson
Ronaldo áfram með fyrirliðabandið hjá Portúgal
Mynd: Getty Images
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgal, segist ekki vera að íhuga að taka fyrirliðabandið af Cristiano Ronaldo eftir reiðiskast hans gegn Serbum um helgina.

Ronaldo var rændur sigurmarki í viðbótartíma en hann brást við með því að henda fyrirliðabandinu á völlinn og rjúka inn í búningsklefa áður en flautað var af.

„Já, hann mun halda bandinu. Að eilífu. Cristiano er þjóðargersemi," sagði Santos.

„Ef hann hefði móðgað þjálfarann, liðsfélaga sína eða knattspyrnusambandið þá hefði ég þurft að takast á við þetta en það gerðist ekkert svoleiðis."

„Þetta var augnablik þar sem var mikill pirringur. Við erum að tala um leikmenn sem er ósnertanlegur þegar kemur að sigurvilja."

„Enginn segir að þetta hafi verið falleg viðbrögð en það er engin ástæða til að ræða um það hvort Cristiano eigi að vera áfram fyrirliði. Það er eitthvað sem ég vil að sé á hreinu."


Portúgal mætir Lúxemborg í næsta leik í undankeppni HM í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner