Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 15. maí 2024 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Þægileg endurkoma hjá KA gegn Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 3 - 1 Vestri
0-1 Jeppe Gertsen ('45+3)
1-1 Rodrigo Gomes Mateo ('48)
2-1 Hans Viktor Guðmundsson ('54)
3-1 Bjarni Aðalsteinsson ('64)

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

KA og Vestri áttust við í eina leik kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla og voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum.

KA komst nálægt því að taka forystuna í fyrri hálfleik en tókst ekki, þess í stað komust gestirnir frá Ísafirði yfir skömmu fyrir leikhlé, með skalla frá Jeppe Gertsen eftir góða aukaspyrnu frá Benedikt Warén.

Vestri missti Friðrik Þóri Hjaltason og Elmar Atla Garðarsson í meiðsli í fyrri hálfleiknum.

Akureyringar skiptu um gír í síðari hálfleik og tók þá aðeins þrjár mínútur að jafna viðureignina. Þar var Rodri á ferðinni þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Birgi Baldvinssyni.

KA tók forystuna skömmu síðar þegar Hans Viktor Guðmundsson skallaði hornspyrnu Daníels Hafsteinssonar í netið og tíu mínútum eftir það fullkomnaði Bjarni Aðalsteinsson endurkomuna með laglegu marki beint úr aukaspyrnu.

Viðar Örn Kjartansson kom inn á 60. mínútu og fékk færi til að skora en hitti boltann ekki nægilega vel.

Meira var ekki skorað á Greifavellinum og niðurstaðan verðskuldaður 3-1 sigur KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner