Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 15. maí 2024 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tryggði Chelsea dýrmætan sigur - Mikil spenna fyrir lokaumferðina
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Tottenham 0 - 1 Chelsea
0-1 Maika Hamano ('37)

Hin tvítuga Maika Hamano reyndist hetja Chelsea í kvöld þegar liðið heimsótti Tottenham í Lundúnaslag í efstu deild kvenna.

Hamano skoraði eina markið í 0-1 sigri á 37. mínútu, eftir undirbúning frá Guro Reiten.

Chelsea var sterkara liðið í leiknum en tókst ekki að tvöfalda forystu sína. Því stafaði hætta á að Tottenham tækist að jafna leikinn en það varð ekkert úr því, þar sem sóknarleikur Spurs var bitlaus og varnarleikur Chelsea öflugur.

Þetta er gríðarlega dýrmætur sigur fyrir Chelsea sem er í æsispennandi titilbaráttu gegn Manchester City. Liðin deila toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina, þar sem bæði lið eiga 52 stig eftir 21 umferð en Chelsea er með betri markatölu.

Chelsea er með 47 mörk í plús á meðan Man City er með 45 mörk í plús.

Lokaumferðin verður því gríðarlega spennandi, þar sem Chelsea á erfiðan útileik gegn Manchester United á meðan Man City heimsækir Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner