Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mið 15. maí 2024 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Lyon og Marseille gætu misst af Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu leikir næstsíðustu umferðar franska deildartímabilsins fóru fram í kvöld og verður lokaumferðin spiluð um næstu helgi.

Þar er mikið í húfi þar sem enn er hart barist um mikilvæg sæti í efstu deild franska boltans.

Marseille mætti til leiks í kvöld og tapaði á útivelli gegn Reims. Þetta tap er mikill skellur fyrir Marseille sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda í Evrópubaráttunni.

Reims vann 1-0 þar sem varnarmaðurinn Chancel Mbemba, sem lék eitt sinn fyrir Newcastle, skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins.

Núna þarf Marseille að sigra útileik í Le Havre í lokaumferðinni til að eiga möguleika á Evrópusæti og treysta um leið á að Lyon og Lens tapi sínum leikjum.

PSG er löngu búið að tryggja sér Frakklandsmeistaratitilinn en liðið lagði Nice á útivelli í kvöld.

Nice gat blandað sér í baráttuna um meistaradeildarsæti með sigri en situr nú sem fastast í 5. sæti og endar þar. Fimmta sætið gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Bradley Barcola skoraði og lagði upp í sigrinum en Kylian Mbappé var ekki í hóp. Yngri bróðir hans, Ethan Mbappé, var ónotaður varamaður.

Reims 1 - 0 Marseille
1-0 Chancel Mbemba ('33, sjálfsmark)

Nice 1 - 2 PSG
0-1 Bradley Barcola ('18)
0-2 Yoram Zague ('23)
1-2 Mohamed-Ali Cho ('32)
Rautt spjald: M. Bard, Nice ('75)
Athugasemdir
banner
banner