Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   mið 30. apríl 2025 00:02
Brynjar Ingi Erluson
Segir stuðningsmenn Arsenal hafa valdið vonbrigðum - „Voru hljóðlátir í kvöld“
Mynd: EPA
Enski sparkspekingurinn Wayne Rooney var vonsvikinn með stuðningsmenn Arsenal í leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Arsenal tapaði fyrri leiknum með einu marki gegn engu á Emirates-leikvanginum.

Stemningin var gríðarleg þegar Arsenal henti Real Madrid úr leik í 8-liða úrslitum en andrúmsloftið var ekki það sama í kvöld og hjálpaði það ekki heimamönnum að takast á við franska liðið.

„Ég var svolítið vonsvikinn með hvernig Arsenal spilaði og einnig með stuðningsmenn félagsins. Mér fannst þeir stórkostlegir gegn Real Madrid, en voru heldur hljóðlátir í kvöld.“

„Þetta var svolítið spennufall eftir sigurinn á Real Madrid og þeir héldu kannski að Arsenal myndi labba inn í úrslitaleikinn og vinna keppnina. Stuðningsmennirnir þurftu að vera þeim til staðar í kvöld og leikmenn þurftu að gera það sama, en þetta var bara alls ekki nógu gott,“
sagði Rooney á AmazonPrime:

Arsenal sækir Paris Saint-Germain heim í seinni leiknum sem verður spilaður á Parc des Princes í næstu viku.
Athugasemdir