Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. maí 2023 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keita: Mun aldrei gleyma 'scouse' fólkinu mínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Naby Keita hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool en hann gekk til liðs við félagið frá RB Leipzig árið 2018 en samningur hans er runninn út.


Keita náði ekki að festa sig í sessi í liðinu en meiðsli höfðu m.a. mikið um það að segja.

Hann er þakklátur fyrir tímann sinn hjá enska félaginu en hann sendi kveðju á Instagram síðu sína.

„Halló LFC! Þetta hefur verið magnaður tími og mikil reynsla að spila fyrir þetta einstaka félag! Ég mun ávallt vera þakklátur og stoltur að hafa deilt svo mörgum frábærum augnablikum hér. Óska liðsfélögunum, þjálfurum og starfsfólki góðs gengis í framtíðinni. Ég mun aldrei gleyma 'scouse' fólkinu mínu. Sjáumst síðar Naby Lad," skrifar Keita.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner