Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 30. júní 2022 14:31
Elvar Geir Magnússon
Richarlison gerir fimm ára samning við Tottenham
Mynd: EPA
Búist er við tilkynningu frá Tottenham seinna í dag þar sem félagið mun staðfesta kaup og fimm ára samning við brasilíska sóknarleikmanninn Richarlison. Mirror greinir frá.

Kaupverðið er rúmlega 50 milljónir punda samkvæmt BBC. Leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör og er í læknisskoðun.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fundaði með kollega sínum hjá Everton, Bill Kenwright, á veitingastað í London á mánudagskvöld þar sem samkomulag komst langt á veg.

Everton stefnir á að rétta úr kútnum undir stjórn Frank Lampard en liðið var í fallbaráttu á síðasta tímabili.

Richarlison kom til Everton frá Watford 2018, hann hefur skorað 14 mörk í 36 landsleikjum fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner