Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fös 30. júlí 2021 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist með tvö: Snýst bara um að vera frek í teignum
Kvenaboltinn
Valskonur fagna í Árbænum.
Valskonur fagna í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvardsdóttir átti stórkostlegan leik þegar Valur lagði Fylki að velli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld, 5-1.

Mist spilaði í miðverði, en hún skoraði tvö mörk með skalla eftir hornspyrnu. Mörk hennar sneru við leiknum eftir að Valur hafði lent 1-0 undir.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Valur

„Þetta var bara frábær leikur. Við gerðum þetta vel og ég er himinlifandi farandi inn í helgina með þetta," sagði Mist við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta voru frábærir boltar hjá Dóru (Maríu Lárusdóttur) og ef þetta dettur á pönnuna, þá dettur þetta stundum. Þetta er teiknað heima," segir Mist létt en er hún með einhver ráð fyrir ungar stelpur sem vilja vera góður í að skalla boltann?

„Ég held að þetta snúist bara um að vera frek í teignum. Maður hefur oft séð minnstu leikmennina vera góðir skallamenn. Ég nýt góðs af því að hafa smá hæð. Það er bara að vera frek í teignum."

Valur er núna með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnnar. Er þetta bara komið?

„Nei, alls ekki! Þetta er langt frá því að vera komið. Það er bara þessi sama, gamla, góða klisja: Við verðum að taka einn leik í einu og reyna að ná í þrjú stig. Það má ekki misstíga sig því þá eru gammarnir mættir."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner