
Mist Edvardsdóttir átti stórkostlegan leik þegar Valur lagði Fylki að velli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld, 5-1.
Mist spilaði í miðverði, en hún skoraði tvö mörk með skalla eftir hornspyrnu. Mörk hennar sneru við leiknum eftir að Valur hafði lent 1-0 undir.
Mist spilaði í miðverði, en hún skoraði tvö mörk með skalla eftir hornspyrnu. Mörk hennar sneru við leiknum eftir að Valur hafði lent 1-0 undir.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 5 Valur
„Þetta var bara frábær leikur. Við gerðum þetta vel og ég er himinlifandi farandi inn í helgina með þetta," sagði Mist við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Þetta voru frábærir boltar hjá Dóru (Maríu Lárusdóttur) og ef þetta dettur á pönnuna, þá dettur þetta stundum. Þetta er teiknað heima," segir Mist létt en er hún með einhver ráð fyrir ungar stelpur sem vilja vera góður í að skalla boltann?
„Ég held að þetta snúist bara um að vera frek í teignum. Maður hefur oft séð minnstu leikmennina vera góðir skallamenn. Ég nýt góðs af því að hafa smá hæð. Það er bara að vera frek í teignum."
Valur er núna með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnnar. Er þetta bara komið?
„Nei, alls ekki! Þetta er langt frá því að vera komið. Það er bara þessi sama, gamla, góða klisja: Við verðum að taka einn leik í einu og reyna að ná í þrjú stig. Það má ekki misstíga sig því þá eru gammarnir mættir."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir