Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 30. júlí 2021 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist með tvö: Snýst bara um að vera frek í teignum
Kvenaboltinn
Valskonur fagna í Árbænum.
Valskonur fagna í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvardsdóttir átti stórkostlegan leik þegar Valur lagði Fylki að velli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld, 5-1.

Mist spilaði í miðverði, en hún skoraði tvö mörk með skalla eftir hornspyrnu. Mörk hennar sneru við leiknum eftir að Valur hafði lent 1-0 undir.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Valur

„Þetta var bara frábær leikur. Við gerðum þetta vel og ég er himinlifandi farandi inn í helgina með þetta," sagði Mist við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta voru frábærir boltar hjá Dóru (Maríu Lárusdóttur) og ef þetta dettur á pönnuna, þá dettur þetta stundum. Þetta er teiknað heima," segir Mist létt en er hún með einhver ráð fyrir ungar stelpur sem vilja vera góður í að skalla boltann?

„Ég held að þetta snúist bara um að vera frek í teignum. Maður hefur oft séð minnstu leikmennina vera góðir skallamenn. Ég nýt góðs af því að hafa smá hæð. Það er bara að vera frek í teignum."

Valur er núna með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnnar. Er þetta bara komið?

„Nei, alls ekki! Þetta er langt frá því að vera komið. Það er bara þessi sama, gamla, góða klisja: Við verðum að taka einn leik í einu og reyna að ná í þrjú stig. Það má ekki misstíga sig því þá eru gammarnir mættir."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner