Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola ánægður með Haaland: Hann mun skora
Mynd: EPA

Erling Haaland var í byrjunarliðinu þegar Manchester City tók á móti Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn í kvöld.


Liverpool vann 3-1 en Haaland komst lítið inn í leikinn. Hann komst í dauðafæri undir lok leiksins en á einhvern ótrúlegan hátt setti hann boltann í slánna af stuttu færi.

Pep Guardiola var ánægður með framlag Haaland og hefur engar áhyggjur af framhaldinu.

„Hann var í færunum, tvö til þrjú í fyrri hálfleik og eitt í lokin. Það er gott fyrir hann að sjá raunveruleikann í nýju landi og nýrri deild. Hann skoraði ekki, hann er með ótrúlega hæfileika og hann mun skora," sagði Pep.

Haaland skoraði sitt fyrsta mark í búningi City í sigri á Bayern Munchen í æfingaleik í Bandaríkjunum.

„Þegar Erling Haaland skoraði í Bandaríkjunum voru allir að tala um hvað hann væri góður. Hann fékk færi, ekkert breyttist. Hann er sterkur, hann mun setja boltann í netið seinna, svona er fótboltinn."

Næsti leikur Manchester City er útileikur gegn West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner