Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júlí 2022 18:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland með stíflað markaskoraranef
Mynd: EPA

Manchester City tapaði gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Englandi í dag 3-1.


Það var beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá Erling Haaland leikmann City og Darwin Nunez leikmann Liverpool spila fyrsta alvöru leikinn eftir komu sína til Englands í sumar.

Haaland var í byrjunarliðinu en Nunez byrjaði á bekknum.

Haaland komst lítið í boltann en hann náði þó að ógna í nokkur skipti. Á loka mínútu leiksins komst hann í dauðafæri en setti boltann í slánna af stuttu færi.

„Hann er langfyrstur á þennan bolta, hann veit nákvæmlega hvað hann er að fara gera. Þetta er markaskoraranef en smá stíflað bara," sagði Pálmi Rafn Pálmarsson í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner