lau 30. júlí 2022 15:27
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Einn sigur og eitt tap hjá íslenskum bakvörðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Trelleborg

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í 2-1 tapi Kalmar gegn Degerfors í efstu deild sænska boltans.


Tapið er sárt fyrir Kalmar sem var mikið með boltann í leiknum og hefði getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri. Liðið situr eftir í sjötta sæti með 24 stig, níu stigum frá toppliði Djurgården. 

Heimamenn í Degerfors voru á botninum fyrir þennan leik og fara upp um tvö sæti með sigrinum.

Degerfors 2 - 1 Kalmar
1-0 R. Orqvist ('6)
1-1 O. Berg ('45)
2-1 D. Vukojevic ('63)

Böðvar Böðvarsson lék þá allan leikinn í mikilvægum sigri Trelleborg gegn Norrby í B-deildinni.

Trelleborg var með tveggja marka forystu þar til á lokakaflanum þegar heimamenn í Norrby jöfnuðu með tveimur mörkum með rétt rúmlega mínútu millibili.

Það var undir lok uppbótartímans sem Simon Amin setti boltann í netið og tryggði þrjú dýrmæt stig fyrir Trelleborg.

Böddi og félagar eru í toppbaráttunni með 28 stig eftir 16 umferðir, aðeins einu stigi eftir Brage í öðru sæti.

Norrby 2 - 3 Trelleborg
0-1 N. Savolainen ('8, sjálfsmark)
0-2 N. Mortensen ('53)
1-2 A. Vede ('80)
2-2 N. Savolainen ('81)
2-3 S. Amin ('95)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner