
„Ég hef alltaf verið bjartsýnn og þess vegna tók ég við starfinu, ég taldi að við ættum möguleika á að komast á EM," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag eftir að hann valdi hópinn sem mætir Moldavíu og Albaníu í komandi leikjum.
„Eftir úrslitin í júní höfum við þetta í okkar höndum. Ef við náum í sex stig í þessum tveimur leikjum þá höfum við þetta áfram í okkar höndum."
„Eftir úrslitin í júní höfum við þetta í okkar höndum. Ef við náum í sex stig í þessum tveimur leikjum þá höfum við þetta áfram í okkar höndum."
Birkir Már Sævarsson, sem á 90 landsleiki að baki, er ekki í hópnum að þessu sinni. Birkir Már hefur átt stöðu hægri bakvarðar í íslenska landsliðinu í áraraðir en Hjörtur Hermannsson tók stöðuna í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í júní. Er Birkir búinn að spila sinn síðasta landsleik?
„Ég get ekki svarað því. Ég hef ekki lokað neinum dyrum. Ég vel leikmennina sem ég tel að séu bestir fyrir þetta verkefni. Í næsta vekrefni tek ég þá leikmenn sem ég tel að séu bestir þar. Í þetta skipti voru leikmenn á undan honum og þess vegna tók ég þessa ákvörðun," sagði Hamren.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Hamren um val sitt, stuðninginn á Laugardalsvelli og komandi leiki gegn Moldavíu og Albaníu.
Athugasemdir