Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2022 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace með 27 milljón punda boð í Gallagher
Gallagher spilaði sinn fyrsta A-landsleik í fyrra.
Gallagher spilaði sinn fyrsta A-landsleik í fyrra.
Mynd: EPA

The Times greinir frá því að Crystal Palace sé búið að leggja fram 27 milljón punda tilboð í Conor Gallagher miðjumann Chelsea.


Patrick Vieira hefur miklar mætur á Gallagher sem var valinn sem besti leikmaður Crystal Palace á síðustu leiktíð.

Hann var hjá Palace á láni frá Chelsea og sneri aftur í raðir uppeldisfélagsins í sumar. Gallagher hefur ekki farið sérlega vel af stað með Chelsea, hann kom inn undir lokin á fyrstu tveimur úrvalsdeildarleikjum tímabilsins og fékk að byrja næstu tvo. Sá fyrri var 3-0 tapleikur gegn Leeds og í þeim seinni fékk hann klaufalegt rautt spjald eftir 26 mínútur.

Hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar með Palace á síðustu leiktíð.

Talið er ólíklegt að Chelsea samþykki þetta tilboð. Thomas Tuchel stjóri ætlar að gefa Gallagher tækifæri til að sanna sig á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner