Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 30. september 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Patrik aftur í byrjunarliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viborg 3 - 1 Vendsyssel
1-0 J. Bonde ('8)
2-0 C. Sorensen ('38)
2-1 T. Konate ('42)
3-1 J. Bonde ('54)

Patrik Sigurður Gunnarsson gæti verið búinn að vinna sér inn byrjunarliðssætið á milli stanga Viborg í dönsku B-deildinni. Hann var annan leikinn í röð í byrjunarliðinu er Viborg lagði Vendsyssel að velli í dag.

Patrik spilaði sinn fyrsta leik fyrir Viborg og hélt hreinu í sigri gegn Koge á sunnudaginn. Í dag fékk hann aðeins eitt mark á sig í 3-1 sigri gegn Vendsyssel.

Patrik er hjá Viborg að láni frá Brentford og er í baráttu við Can Dursun, 27 ára gamlan Dana, um markmannsstöðuna.

Viborg er á toppi B-deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur toppslagur gegn lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg. Andri Rúnar Bjarnason er einnig hjá Esbjerg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner