Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 30. september 2023 20:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
Lengjudeildin
Aldrei rautt að mati Magga
Aldrei rautt að mati Magga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Rosalega sárt að sjá þetta raungerast en við vorum ekki nægilega góðir í dag við verðum að gera betur. Hefðum átt að skapa meira en við gerðum og þetta ræðst á þessu augnabliki þegar þeir skora í framlengingu en ekki við og því fór sem fór sem fór" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Auðvitað en svona eru bara reglurnar við vissum það fyrir mót. Svona er fótboltinn og þú þarft að vera með allt á hreinu til þess að fara upp en smáatriðin féllu ekki með okkur í dag þannig við þurfum bara að gera ennþá betur. Þetta er sterkur hópur með frábæra leikmenn sem eru að taka miklum framförum en við verðum bara að gefa meira í og mæta klárir næsta sumar"

Andri Freyr Jónasson kom inn á sem varamaður og lætur reka sig út af þegar fyrri hálfleikur framlengingar er að klárast, hvernig sá Maggi þetta?

"Bara glórulaust, ef þú horfir á spjöldin í leiknum ég skil ekki hvernig þeir fá engin spjöld og við helling af spjöldum en það er bara eins og það er. Þetta ræður engum úrslitum í þessum leik, Andri rétt ýtir i 90 kílóa mann og hann dettur eins og ég veit ekki hvað þannig það var aldrei rautt spjald, algjör þvæla og mér finnst skrítið að dómararnir tali ekki meira saman þeir bara benda á hvorn annan. Þetta réði engum úrslitum en pirrandi að vera ekki 11 á móti 11 síðasta korter leiksins."

Svekktur út í Andra að bjóða upp á þetta rauða spjald?

"Mér fannst menn bara geta leyst þetta með gulu spjaldi, Erlendur var að leyfa mikið og ég hélt það þyrfti meira til þess að vera sendur í sturtu, ræður ekki úrslitum en alls ekki ósáttur við Andra, Andri kom bara inn og vildi láta til sín taka, hann lærir af þessu en nei aldrei rautt spjald"

Viðtalið við Magga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Maggi mikið um leikinn sjálfan og fleira.
Athugasemdir
banner