Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 30. september 2023 20:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
Lengjudeildin
Aldrei rautt að mati Magga
Aldrei rautt að mati Magga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Rosalega sárt að sjá þetta raungerast en við vorum ekki nægilega góðir í dag við verðum að gera betur. Hefðum átt að skapa meira en við gerðum og þetta ræðst á þessu augnabliki þegar þeir skora í framlengingu en ekki við og því fór sem fór sem fór" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Auðvitað en svona eru bara reglurnar við vissum það fyrir mót. Svona er fótboltinn og þú þarft að vera með allt á hreinu til þess að fara upp en smáatriðin féllu ekki með okkur í dag þannig við þurfum bara að gera ennþá betur. Þetta er sterkur hópur með frábæra leikmenn sem eru að taka miklum framförum en við verðum bara að gefa meira í og mæta klárir næsta sumar"

Andri Freyr Jónasson kom inn á sem varamaður og lætur reka sig út af þegar fyrri hálfleikur framlengingar er að klárast, hvernig sá Maggi þetta?

"Bara glórulaust, ef þú horfir á spjöldin í leiknum ég skil ekki hvernig þeir fá engin spjöld og við helling af spjöldum en það er bara eins og það er. Þetta ræður engum úrslitum í þessum leik, Andri rétt ýtir i 90 kílóa mann og hann dettur eins og ég veit ekki hvað þannig það var aldrei rautt spjald, algjör þvæla og mér finnst skrítið að dómararnir tali ekki meira saman þeir bara benda á hvorn annan. Þetta réði engum úrslitum en pirrandi að vera ekki 11 á móti 11 síðasta korter leiksins."

Svekktur út í Andra að bjóða upp á þetta rauða spjald?

"Mér fannst menn bara geta leyst þetta með gulu spjaldi, Erlendur var að leyfa mikið og ég hélt það þyrfti meira til þess að vera sendur í sturtu, ræður ekki úrslitum en alls ekki ósáttur við Andra, Andri kom bara inn og vildi láta til sín taka, hann lærir af þessu en nei aldrei rautt spjald"

Viðtalið við Magga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Maggi mikið um leikinn sjálfan og fleira.
Athugasemdir