Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 30. september 2023 20:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
Lengjudeildin
Aldrei rautt að mati Magga
Aldrei rautt að mati Magga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Rosalega sárt að sjá þetta raungerast en við vorum ekki nægilega góðir í dag við verðum að gera betur. Hefðum átt að skapa meira en við gerðum og þetta ræðst á þessu augnabliki þegar þeir skora í framlengingu en ekki við og því fór sem fór sem fór" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Auðvitað en svona eru bara reglurnar við vissum það fyrir mót. Svona er fótboltinn og þú þarft að vera með allt á hreinu til þess að fara upp en smáatriðin féllu ekki með okkur í dag þannig við þurfum bara að gera ennþá betur. Þetta er sterkur hópur með frábæra leikmenn sem eru að taka miklum framförum en við verðum bara að gefa meira í og mæta klárir næsta sumar"

Andri Freyr Jónasson kom inn á sem varamaður og lætur reka sig út af þegar fyrri hálfleikur framlengingar er að klárast, hvernig sá Maggi þetta?

"Bara glórulaust, ef þú horfir á spjöldin í leiknum ég skil ekki hvernig þeir fá engin spjöld og við helling af spjöldum en það er bara eins og það er. Þetta ræður engum úrslitum í þessum leik, Andri rétt ýtir i 90 kílóa mann og hann dettur eins og ég veit ekki hvað þannig það var aldrei rautt spjald, algjör þvæla og mér finnst skrítið að dómararnir tali ekki meira saman þeir bara benda á hvorn annan. Þetta réði engum úrslitum en pirrandi að vera ekki 11 á móti 11 síðasta korter leiksins."

Svekktur út í Andra að bjóða upp á þetta rauða spjald?

"Mér fannst menn bara geta leyst þetta með gulu spjaldi, Erlendur var að leyfa mikið og ég hélt það þyrfti meira til þess að vera sendur í sturtu, ræður ekki úrslitum en alls ekki ósáttur við Andra, Andri kom bara inn og vildi láta til sín taka, hann lærir af þessu en nei aldrei rautt spjald"

Viðtalið við Magga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Maggi mikið um leikinn sjálfan og fleira.
Athugasemdir
banner