
Smith Rowe, Ekitike, Toney, Dimarco, Maatsen, Toney, Dier, Mbappe og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
__________________________
Enski miðjumaðurinn Emile Smith Rowe (23) gæti yfirgefið Arsenal í janúar ef hann fer ekki að fá fleiri mínútur á vellinum. (90min)
Wolves, West Ham, Everton og AC Milan hafa öll áhuga á Hugo Ekitike en hann er 21 árs gamall framherji PSG. (L’Equipe)
Newcastle hefur bæst við í baráttuna um Ivan Toney en Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester United vilja öll fá þennan 27 ára gamla sóknarmann Brentford. Félagið vill hins vegar ekki selja Toney í janúar. (i-subscription)
Chelsea hefur trú á því að Ian Maatsen, 21 árs gamall varnarmaður liðsins, muni krota undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Football Insider)
Mauricio Pochettino segir að hann verði að fá að taka meiri þátt í innkaupastefnu Chelsea. (Guardian)
Brighton vill fá leikmann Athletic Bilbao, hinn 21 árs gamla Nico Williams. (Fichajes)
Mörg lið fylgjast með þróun mála hjá Arthur Vermeeren, 18 ára miðjumanni Royal Antwerp frá Belgíu. Þetta eru lið á borð við Manchester United, Liverpool, Brighton, West Ham, Barcelona og Ajax. (Mundo Deportivo)
Manchester United hefur áhuga á Jean-Clair Todibo, 23 ára frönskum varnarmanni sem leikur með Nice og einnig Edmond Tapsoba sem kemur frá Búrkína Fasó. Hann er 24 ára og spilar með Bayer Leverkusen. (Fabrizio Romano)
Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG í Frakklandi, segir að framtíð Kylian Mbappe (24) sé hjá PSG. (FourFourTwo)
Jose Mourinho, stjóri AS Roma, vill fá hinn 29 ára gamla Eric Dier til liðsins frá Tottenham Hotspur. Þeir tveir hafa áður unnið saman hjá Tottenham. (Mirror)
Jesse Lingard æfði með West Ham á dögunum en það kostaði félagið þúsundir punda til að fá hann í gistingu og ferðalög. Allt kom fyrir ekki og samdi Lingard ekki við West Ham. Hann æfir nú í Sádí-Arabíu með Al-Ettifaq. (Mirror)
Barcelona er nálægt því að ná samkomulagi við Frenkie de Jong um nýjan samning. Manchester United vildi fá þennan Hollending en honum líður vel í Barcelona. (Fichajes)
Lautaro Martinez, fyrirliði Inter Milan, vildi ekki yfirgefa félagið þrátt fyrir áhuga frá öðrum liðum í sumar. Það er líklegt að hann muni framlengja samning sinn við félagið. (TvPlay - Football Italia)
Jerome Boateng (35) hringdi í Florentino Perez, forseta Real Madrid, og bauð fram krafta sína eftir að samningur hans við Lyon rann út. (Bild)