City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Stjarnan með mikilvægan sigur í baráttunni um Evrópusæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 3 - 0 ÍA
1-0 Emil Atlason ('18 )
2-0 Johannes Björn Vall ('54 , sjálfsmark)
3-0 Jón Hrafn Barkarson ('94 )
Lestu um leikinn


Emil Atlason kom Stjörnunni yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hilmari Árna Halldórssyni. Skagamenn voru nálægt því að jafna stuttu seinna en Stjörnumönnum tókst að bjarga á línu eftir skalla frá Marko Vardic.

Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn vel og uppskáru þegar Hilmar Árni átti skot í stöng en Johannes Vall varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann ætlaði að hreinsa frá.

Skagamenn áttu erfitt uppdráttar í kvöld en fengu tækifæri undir lok leiksins en tókst ekki að nýta það.

Stjarnan gerði út um leikinn í uppbótatíma þegar Hilmar Árni sendi boltann í gegn og Jón Hrafn Barkarson skoraði af miklu öryggi.

Stjarnan er nú aðeins stigi á eftir Val í baráttunni um Evrópusæti en ÍA er fimm stigum á eftir Valsmönnum.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner