Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   mán 30. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gordon að framlengja við Newcastle
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Anthony Gordon er að ganga frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United, en þetta staðfesti hann í viðtali við TNT um helgina.

Gordon er 23 ára gamall og verið eitt helsta vopnið í sóknarleik liðsins síðan hann kom frá Everton á síðasta ári.

Samkvæmt ensku miðlunum hafa Arsenal og Liverpool verið að fylgjast með stöðu Gordon.

Liverpool var sagt nálægt því að hafa fengið hann í sumarglugganum, en Newcastle þurfti að selja leikmenn til þess að eiga ekki á hættu að brjóta fjármálareglur deildarinnar.

Newcastle tókst að selja Elliott Anderson til Nottingham Forest og Yankuba Minteh til Brighton, og tókst félaginu því að halda Gordon.

Miðlarnir sögðu frá því að Gordon hafi verið ósáttur að hafa ekki fengið tækifærið til að fara til Liverpool, en hann virðist vera kominn yfir það og er nú við það að framlengja samning sinn í norðrinu.

„Þetta er að stutt í þetta. Ég er ótrúlega spenntur, en við munum einbeita okkur að því þegar það gerist,“ sagði Gordon.
Athugasemdir
banner
banner
banner