Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 30. september 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Við vorum klaufar
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svekktur og þetta er svekkjandi niðurstaða, alltof stórt tap. Stjarnan stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en við sköpuðum fullt af stöðum en síðan á endanum er það þessi hornspyrna sem að skilur liðin að. Við fáum sjálfir gott færi eftir hornspyrnu. Það var mjög lítið á milli liðanna í hálfleiknum og við töluðum um það að snúa því okkur í vil.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Mér fannst vanta upp á þessi andartök, sekúndubrot, millimetra til að taka frumkvæði í leiknum, mér fannst við ekki ná því og lendum á eftir þeim í skyndisókn þar sem þeir, eða við, skora. Svo erum við að rembast og fáum fín færi til að komast aftur inn í leikinn sem hafðist ekki. Svo gerum við illa í 3. markinu. Of stórt tap en á endanum sanngjarn sigur Stjörnunnar og við óskum þeim til hamingju með það.“ bætt Jón Þór síðan við.

Hvað fór úrskeðis í dag hjá ÍA?

Við vorum kluafar. Við gáfum þeir of auðveld mörk. Mark eftir horn þar sem við gerum illa. 2. markið líka þar sem við gerum illa á miðjunni og endum á eftir þeim allan völlinn. Við vorum ringlaðir og það endar í góðu færi sem þeir skora. Ódýrt, einfalt og þriðja markið líka. Við töpum leiknum á því. Of einföld mörk sem við fáum á okkur og náum ekki að gera betur í þeim stöðum sem við fengum.“

Jón Þór er brattur fyrir komandi leiki og baráttu.

Við erum búnir með tvo erfiða leiki á útivelli, hvorki skorað mark né fengið stig í þeim leikjum. Við þurfum að þjappa okkur saman og bæta í og gera betur. Við höldum áfram fulla ferð og við munum uppskera eftir því.

Væru það vonbrigði ef ÍA myndi ekki ná Evrópu úr því sem komið var?

Við erum nýlliðar í deildinni og erum að bæta besta árangur ÍA í 12 liða deild. En úr þessu, við ætluðum að keyra á þessa úrslitakeppni fulla ferð og við vorum í tækifæri til þess. En við keyrum leikina fulla ferð þangað til það er flautað af og þangað til það er búið. Við getum ekki gert neitt meira en það. Þetta er ekki búið, það eru þrír leikir eftir af mótinu og ég held að við séum að spila fram að jólum þannig við þurfum að keyra þetta fulla fokking ferð.

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner