Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mán 30. september 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Við vorum klaufar
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svekktur og þetta er svekkjandi niðurstaða, alltof stórt tap. Stjarnan stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en við sköpuðum fullt af stöðum en síðan á endanum er það þessi hornspyrna sem að skilur liðin að. Við fáum sjálfir gott færi eftir hornspyrnu. Það var mjög lítið á milli liðanna í hálfleiknum og við töluðum um það að snúa því okkur í vil.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Mér fannst vanta upp á þessi andartök, sekúndubrot, millimetra til að taka frumkvæði í leiknum, mér fannst við ekki ná því og lendum á eftir þeim í skyndisókn þar sem þeir, eða við, skora. Svo erum við að rembast og fáum fín færi til að komast aftur inn í leikinn sem hafðist ekki. Svo gerum við illa í 3. markinu. Of stórt tap en á endanum sanngjarn sigur Stjörnunnar og við óskum þeim til hamingju með það.“ bætt Jón Þór síðan við.

Hvað fór úrskeðis í dag hjá ÍA?

Við vorum kluafar. Við gáfum þeir of auðveld mörk. Mark eftir horn þar sem við gerum illa. 2. markið líka þar sem við gerum illa á miðjunni og endum á eftir þeim allan völlinn. Við vorum ringlaðir og það endar í góðu færi sem þeir skora. Ódýrt, einfalt og þriðja markið líka. Við töpum leiknum á því. Of einföld mörk sem við fáum á okkur og náum ekki að gera betur í þeim stöðum sem við fengum.“

Jón Þór er brattur fyrir komandi leiki og baráttu.

Við erum búnir með tvo erfiða leiki á útivelli, hvorki skorað mark né fengið stig í þeim leikjum. Við þurfum að þjappa okkur saman og bæta í og gera betur. Við höldum áfram fulla ferð og við munum uppskera eftir því.

Væru það vonbrigði ef ÍA myndi ekki ná Evrópu úr því sem komið var?

Við erum nýlliðar í deildinni og erum að bæta besta árangur ÍA í 12 liða deild. En úr þessu, við ætluðum að keyra á þessa úrslitakeppni fulla ferð og við vorum í tækifæri til þess. En við keyrum leikina fulla ferð þangað til það er flautað af og þangað til það er búið. Við getum ekki gert neitt meira en það. Þetta er ekki búið, það eru þrír leikir eftir af mótinu og ég held að við séum að spila fram að jólum þannig við þurfum að keyra þetta fulla fokking ferð.

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner