City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
   mán 30. september 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Við vorum klaufar
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svekktur og þetta er svekkjandi niðurstaða, alltof stórt tap. Stjarnan stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en við sköpuðum fullt af stöðum en síðan á endanum er það þessi hornspyrna sem að skilur liðin að. Við fáum sjálfir gott færi eftir hornspyrnu. Það var mjög lítið á milli liðanna í hálfleiknum og við töluðum um það að snúa því okkur í vil.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Mér fannst vanta upp á þessi andartök, sekúndubrot, millimetra til að taka frumkvæði í leiknum, mér fannst við ekki ná því og lendum á eftir þeim í skyndisókn þar sem þeir, eða við, skora. Svo erum við að rembast og fáum fín færi til að komast aftur inn í leikinn sem hafðist ekki. Svo gerum við illa í 3. markinu. Of stórt tap en á endanum sanngjarn sigur Stjörnunnar og við óskum þeim til hamingju með það.“ bætt Jón Þór síðan við.

Hvað fór úrskeðis í dag hjá ÍA?

Við vorum kluafar. Við gáfum þeir of auðveld mörk. Mark eftir horn þar sem við gerum illa. 2. markið líka þar sem við gerum illa á miðjunni og endum á eftir þeim allan völlinn. Við vorum ringlaðir og það endar í góðu færi sem þeir skora. Ódýrt, einfalt og þriðja markið líka. Við töpum leiknum á því. Of einföld mörk sem við fáum á okkur og náum ekki að gera betur í þeim stöðum sem við fengum.“

Jón Þór er brattur fyrir komandi leiki og baráttu.

Við erum búnir með tvo erfiða leiki á útivelli, hvorki skorað mark né fengið stig í þeim leikjum. Við þurfum að þjappa okkur saman og bæta í og gera betur. Við höldum áfram fulla ferð og við munum uppskera eftir því.

Væru það vonbrigði ef ÍA myndi ekki ná Evrópu úr því sem komið var?

Við erum nýlliðar í deildinni og erum að bæta besta árangur ÍA í 12 liða deild. En úr þessu, við ætluðum að keyra á þessa úrslitakeppni fulla ferð og við vorum í tækifæri til þess. En við keyrum leikina fulla ferð þangað til það er flautað af og þangað til það er búið. Við getum ekki gert neitt meira en það. Þetta er ekki búið, það eru þrír leikir eftir af mótinu og ég held að við séum að spila fram að jólum þannig við þurfum að keyra þetta fulla fokking ferð.

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner