Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 30. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Fótboltinn hefur saknað Pogba“
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Louis Saha var á mála hjá Manchester United
Louis Saha var á mála hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Paul Pogba mun snúa aftur á völlinn í mars og getur Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, ekki beðið, en hann segir ekki ólíklegt að samlandi sinn snúi aftur í ensku úrvalsdeildina.

Pogba hefur ekkert spilað síðan í byrjun síðasta tímabils, en hann féll þá á lyfjaprófi. Pogba innbyrti drykk sem innihélt efni sem voru á bannlista lyfjaeftirlitsins, en of hátt testósterón mældist í líkama hans.

Hann var dæmdur í fjögurra ára bann, en íþróttadómstóll CAS lækkaði refsingu hans niður í átján mánuði. Hann má því byrja að æfa aftur í janúar og spila í mars.

Frakkinn er samningsbundinn Juventus en það er ljóst að hann verður ekki áfram í herbúðum félagsins. Unnið er að riftun samningsins, en hann hefur verið orðaður við félög á borð við AC Milan, Barcelona og Marseille síðustu vikur.

Fyrrum fótboltamaðurinn Saha segist spenntur fyrir endurkomu Pogba.

„Já, ég tel hann vera topp leikmann og ég hef saknað hans verulega. Ég var vanur því að gagnrýna hann því hann hefur svo mikla hæfileika og ég pirraði mig á því að hann var ekki að nýta þá til fulls. Núna trúi ég því að hann átti sig á að hann fái tækifæri til þess að sýna hæfileika, hvatningu og fókus. Ég held að hver einasti leikmaður og þjálfari væri til í að spila með honum og hafa hann í liðinu, hvort sem það sé félag í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni.“

„Fótboltinn hefur saknað Paul Pogba. Það má líkja þessu við Neymar og fjarveru hans vegna meiðsla. Þessir strákar eru ekki þessar týpur af leikmönnum sem finnast á hverju strái, þannig við þurfum að vera þakklátir fyrir þá. Ég er viss um að Paul verði mjög áhugasamur og allir munu vera þakklátir fyrir að sjá hann aftur þegar hann snýr á völlinn í mars. Ég get ekki beðið,“
sagði Saha við BetFred.
Athugasemdir
banner
banner
banner