Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Jelena Tinna framlengir við Þrótt - Breiðablik og Stjarnan sýndu áhuga
Jelena Tinna Kujundzic.
Jelena Tinna Kujundzic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Jelena Tinna Kujundzic hefur framlengt samning sinn við Þrótt út árið 2026 og mun því leika með kvennaliði félagsins næstu tvö árin.

Samningur hennar var að renna út og höfðu Breiðablik og Stjarnan borið víurnar í hana.

Jelena er uppalinn Þróttari, hefur leikið fyrri félagið alla tíð og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverk í meistarafaflokki í þó nokkur ár. Hún á að baki yfir 170 keppnisleiki þegar allt er talið, þar af 89 í efstu deild.

Jelena er 21 árs hefur leikið tíu leiki með yngri landsliðum Íslands og hún var nú síðast valin í U23 ára landsliðið eftir frábært tímabil fyrir Þrótt þar sem hún var valin leikmaður ársins hjá félaginu.

„Við fögnum þessum samningi við Jelenu sem hefur verið og verður áfram einn okkar mikilvægasti leikmaður. Tryggð hennar við félagið er mikilsverð. Þessi samningur er fyrsta stóra skrefið sem við stígum við undirbúning liðs meistaraflokks kvenna fyrir næsta tímabil og við stefnum ótrauð að því að Þróttur verði áfram meðal bestu liða landsins eins og verið hefur undanfarin ár," segir Kristján Kristjánsson, formaður fótboltadeidlar Þróttar, í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner