Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. nóvember 2019 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland myndi aftur eiga fyrsta leik gegn Portúgal
Icelandair
Gengið inn á í fyrsta leik Íslands á stórmóti, gegn Portúgal á EM 2016. Leikurinn endaði 1-1.
Gengið inn á í fyrsta leik Íslands á stórmóti, gegn Portúgal á EM 2016. Leikurinn endaði 1-1.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Ef að Ísland kemst á EM 2020 í gegnum umspilið þá verðum við í dauðariðlinum ásamt Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal.

Þýskaland varð Heimsmeistari 2014, Frakkland Heimsmeistari í fyrra og Portúgal Evrópumeistari 2016.

Íslendingar þurfa að komast í gegnum umspil í mars til að komast á mótið.

Ef við komumst á mótið þá munum við spila gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í fyrsta leik í Búdapest þann 16. júní. Við spiluðum einnig gegn Portúgal í fyrsta leik á EM 2016, í fyrsta leik okkar á stórmóti. Þá enduðu leikar 1-1. Ronaldo var fúll eftir leik og gagnrýndi íslenska liðið.

Fyrsti leikurinn, ef við komumst á mótið, yrði gegn Portúgal í Búdapest, annar leikurinn gegn Frakklandi í Búdapest og þriðji leikurinn gegn þjóðverjum í München.

Leikir Íslands (ef við komumst á EM):
16. júní gegn Portúgal í Búdapest
20. júní gegn Frakklandi í Búdapest
24. júní gegn Þýskalandi í München.
Athugasemdir
banner
banner
banner